Til hvers er vefsíða?

deleted-4brO8k2m

Er bloggið dautt? Jú, líklega. Með tilkomu samfélagsmiðla hafa önnur ritsvæði þurft að láta í minni pokann. Persónulegar pistlasíður hafa horfið mikið til og statusar Facebook, stuttskeyti Twitter og þannig miðla hafa tekið þar við. Myndræn framsetning Instagram, snapchat, tiktok og fleiri miðla hafa líka gert það að verkum að talað mál er orðið svo óheft tjáning. En fréttamiðlar eru við sama heygarðshornið með texta og myndir… en hafa þó bætt við hlaðvörpum og myndþáttum á vefi sína.
En í dag eru hlutir aðeins að breytast. Fólk er að kafna í furðulegum algóritmatiktúrum, stórundarlegum reglum um textameðferð og auglýsingum. Ég hef tekið eftir því að það hefur færst í vöxt aftur að fólk riti hugleiðingar sínar á vefsíður sem þessa til þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af ritskoðun vegna notkunar á röngum orðum.
Ég er svo sem ekki að hefja einhvern ritferil á þessum vettvangi. Ég nýti þennan vef til að gera tilraunir enn sem komið er og til að hýsa alls konar verkefni sem ég er að stússast í. Svo veit maður aldrei hvað gerist.
Verið ekkert að fylgjast með þessum skrifum fyrr en ég fer að gera þetta reglulega, ef ég geri það. Hins vegar gæti poppað upp alls kyns efni á öðru formi, hver veit.