Á næstu vikum fer af stað örþáttaröð sem heitir “Týndir gullmolar eða verðskulduð gleymd” þar sem ég tek fyrir ýmis konar tónlist. En það er ekki hvaða tónlist sem er. Ég ákvað að velja þetta eftir ákveðnum skilyrðum og verða þau tilgreind í fyrsta þættinum. Það verður spennandi að sjá hvert ég næ með þessu. Eins og staðan er þá er þetta eingöngu til gamans gert enda hugmynd sem ég fékk. Meira síðar.