1984 og 1985 reið yfir alda þar sem fólk ætlaði nú aldeilis að hjálpa heilli heimsálfu að fá að borða. Í dag þætti margt af því sem sagt er í þeim textum rosalega „politically incorrect“ og yrði aldrei birt. Hér er upprunalega útgáfan að Hjálpum þeim komin. Lag eftir Axel Einarsson. Fyrir neðan er svo …read in detail
Stúfur
Stúfur hét sá þriðji stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar.
Tilkynning frá bakarameistarafélaginu
Haukur Morthens verður alla tíð talinn einn okkar allra besti söngvari. Hér tekur hann lagið „Það á að gefa börnum brauð“ og spænir það upp eins og honum einum var lagið.
Giljagaur
Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. – Hann skreið ofan úr gili og skauzt í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal.
Mjá
Ingibjörg Þorbergs samdi skemmtilegt lag við ljóð Jóhannesar úr Kötlum um Jólaköttinn. Björk Guðmundsdóttir flutti það og ef ég man rétt þá var það Ríkharður Örn Pálsson sem stóð að útgáfu plötunnar Hvít er borg og bær. Einhvern veginn finnst mér eins og Hilmar Örn Hilmarsson hafi komið eitthvað nálægt þessu en það getur verði misminni …read in detail
Stekkjastaur
Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, – þá var þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, – það gekk nú ekki vel.
Bílasalinn syngur…
Alli Rúts rak um árabil bílasölur víða um Reykjavík. Hann tók sig eitt sinn til og gaf út smáskífu með „jólalögum“ sem hvert mannsbarn… þekkir líklega ekki… ekki í hans flutningi. 1