Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Ruth Reginalds diskóar sig í gegnum þetta ágæta erlenda lag. Margir hafa sungið þetta rangt á ýmsa vegu – viljandi og óviljandi. Við förum ekkert nánar út í það enda stutt í jól og svo á hann Ásgeir Konráðsson stórvinur minn 45 ára afmæli í dag.  Hann verður heima á afmælinu… held ég.

Endurnýtt lag…

Hljómsveitin Sólstafir hefur marga fjöruna sopið og sitthvað hefur verið á seyði hjá þeim drengjum enda tuttugu ára hljómsveit. Ekki fyrir svo löngu kom út lagið Fjara með þeirri sveit og nokkrir hrekkjalómar norðan úr landi (ég dró reyndar bara þá ályktun) tóku sig til og jóluðu pínulítið á sig með það lag. Gersovel, Hér …read in detail