Að lokum

Á sjálfa jólanóttina, – sagan hermir frá, – á strák sínum þeir sátu og störðu ljósin á. Svo tíndust þeir í burtu, – það tók þá frost og snjór. Á þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór. Fyrir löngu á fjöllunum er fennt í þeirra slóð. – En minningarnar breytast í myndir og ljóð.

Það aldin út er sprungið

Þetta er líka til þess fallið að róa taugarnar. Þetta er líka eitt af mínum uppáhaldsjólalögum. Magnað hvað kirkjan þurfti endilega að hirða mest af þessum fallegu lögum hér í denn… En svo má vera að maður hafi ekkert heyrt af hinu af því samfélagið var litað af því valdi sem kirkjan hafði hér einu …read in detail

Hátíðleikinn færist yfir

Nú nálgast jólin hraðar en maður getur tekið til og reddað hlutum. Þá er eins gott að róa sig pínulítið niður með Mótettukór Hallgrímskirkju sem syngur hér eitt af mínum uppáhalds kórverkum úr kristinni trú, „Kom þú vor Immanúel“ sem ég hef sungið margoft með ýmsum kórum og finnst það alltaf jafn hátíðlegt.