Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. Þá þaut hann eins og elding og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip.
Stúfur
Stúfur hét sá þriðji stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar.
Giljagaur
Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. – Hann skreið ofan úr gili og skauzt í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal.
Stekkjastaur
Stekkjastaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, – þá var þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, – það gekk nú ekki vel.
Prologue
JÓLASVEINAKVÆÐI Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæina heim. Þeir uppi á fjöllum sáust, – eins og margur veit, – í langri halarófu á leið niður í sveit. Grýla var þeirra móðir og gaf þeim tröllamjólk, en pabbinn Leppalúði, – það var leiðindafólk. Þeir jólasveinar nefndust, – um …read in detail
Nú er gaman
Nú get ég látið þetta birtast sjálfkrafa á fésbókinni
Jólasveinar
Eins og ég hef gert áður (á öðrum bloggum) mun ég enn og aftur birta kvæðið um jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum. Í hvert sinn hef ég birt þematengdar myndir og það verður engin breyting þar á. Einhvern tímann var ég með Alþingismenn og svo var ég með bassaleikara fyrir 2 árum á http://hallurg.tumblr.com/. Ég …read in detail