Dagur 1263 í námi

Þann 30. ágúst 2013 birti ég pistil sem fjallaði um fyrsta dag í námi. Í dag, klukkan 12.00 lauk náminu formlega (ef ég hef ekki klúðrað prófinu sem ég var í). Ég hef ekki tekið saman fjölda verkefna eða prófa sem ég hef tekið en þau skipta hundruðum. Á þessum tæpu fjórum árum hef ég tekið stúdentspróf og nú klárað nám til BA gráðu. Ég fór í skiptinám og gerði eitt og annað mjög áhugavert. Meira um það síðar, mér fannst bara að þetta yrði að koma fram.

Share Button