Vá hvað tíminn líður, það eru að koma jól!

 

Hallur Guðmundsson - heimsborgari, lífskúnstner, bassaleikari, dýravinur og námsmaður
Hallur Guðmundsson – heimsborgari, lífskúnstner, bassaleikari, dýravinur og námsmaður

Mér finnst eins og það sé mánuður síðan ég kom hingað til Hollands en þetta eru orðnir þrír mánuðir. Skólinn er búinn að ganga svona upp og niður en það er kannski ekki aðalatriðið heldur að maður fái reynslu af því að vinna með fólki af öðrum þjóðernum og þar af leiðandi úr öðrum menningarheimum. Ég skrifa heildarfærslu um þetta þegar ég verið kominn heim og búinn að taka inn heimkomusjokkið.

Á hverju ári hef ég birt jólsveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum með myndum af hinum og þessum. Síðast voru það tónlistarmenn sem ég hef unnið með. Áður hafa verið íslenskir bassaleikarar, íslenskir rithöfundar og íslenskir þingmenn svo eitthvað sé nefnt. Nú verður enn eitt nýtt þema, fylgist því spennt með 11. desember.

Enn fremur verður í desember lag á dag fram að jólum. Ég finn lög og hendi inn til að koma mér og ykkur í jólaskapið. Sum lögin eru frábær… önnur minna frábær. Sumir flytjendur eru stórkostlegir… aðriri síður stórkostlegir. Allt er þetta til gamans gert og til þess að njóta jólanna.

Eins og venjulega er höfundarréttur þverbrotinn við öflun ljósmynda af jólasveinum ársins og lögin eru ýmist af Youtube eða Vimeo utan eitt lag sem er á mp3 formi en ég hef fengið leyfi fyrir að birta það.

Let the fun begin… eða sko á þriðjudaginn.

Share Button