Að lokum

Að lokum

14 XLRÁ sjálfa jólanóttina,
– sagan hermir frá, –
á strák sínum þeir sátu
og störðu ljósin á.

Svo tíndust þeir í burtu,
– það tók þá frost og snjór.
Á þrettándanum síðasti
sveinstaulinn fór.

Fyrir löngu á fjöllunum
er fennt í þeirra slóð.
– En minningarnar breytast
í myndir og ljóð.

Share Button