Aðventan hafin og allt í pati…

Aðventan hafin og allt í pati…

Í gær hófst aðventan með tilheyrandi kertabruna, smákökuáti, gosþambi og svoleiðis. Ég ætla mér að kýla upp svona líka löðrandi jólastemmingu og birta hér jólalag á hverjum degi fram að jólum. Listinn spannar allt frá vandræðalegum uppákomum yfir í dásemdar kórtóna og allt þar á milli. Lögin detta inn klukkan 9 alla morgna og á aðfangadag kl. 18.00 birtist síðan aukalag. Enn fremur verður að vanda jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum birt hér á þeim dögum sem hver og einn jólasveinn kemur til byggða. Undanfarin ár hef ég verið með einhvers konar myndaþema og er hægt að skoða það eitthvað aftur í tímann. Fylgist spennt með.

Látið klukkurnar hljóma!

Share Button