Jólin koma…

Jólin koma…

Hér er dulítið sem ég bjó til fyrir tíu árum. Þá hafði ég ekki nokkurn grun um að ég ætti eftir að verða hluti af tónlistarlífi Íslands, þó ekki væri það kannski mjög áberandi eða stórvægilegt. En þarna fékk ég lánaðan rafmagnsgítar og hljómborð, var með upptökuhugbúnað sem ég tók „öryggisafrit“ af á netinu. Svo var ég með lélegan hljóðnema. Þetta var bara gert fyrir sjálfan mig og hef ég ekki hlustað á þetta í nokkur ár. Það er fullt af skemmtilegum elementum þarna í laginu og væri gaman að gera þetta aftur. Bakrödd söng Hildur Þóra, eldri dóttir mín, sem þá var 7 ára – eiginlega furðulega þroskuð rödd fyrir þennan aldur. Textinn er hreint voðalegur og hafði ég ekkert pælt í textagerð á þessum tíma en ég var að reyna að segja söguna frá sjónarhóli unglingsdrengs… og þetta var gert svo mjög með hjartanu.

Harði diskurinn sem innihélt upptökurnar að þessu eyðilagðist fyrir einhvern óþarfa klaufaskap í mér og er það mér mikill harmur að geta ekki átt við þetta. En þá er bara að bretta upp ermar og reyna að klára þetta fyrir jólin 2016 og koma því almennilegu í umferð.  Njótið endilega og virðið viljann fyrir verkið.

Share Button