Desember er hafinn.

Nú er komið að því, desember byrjaður og jólaverkin hafin. Ég ætla að vera með óvenju langa seríu þetta árið og þrusa á ykkur alls konar jóleríi. Það er vegna þess að ég er í útlöndum og hef ekkert betra að gera… nema vera í skóla, læra, vinna verkefni og jú… aðeins hanga á internetunum. Er líða fer að jólum er uppáhalds jólalagið mitt og mig langar ekki bara í nóakonfekt og maltelsín… mig langar líka í síríuslengju og kók… Það er eitthvað jóla við það hjá mér og ég veit ekki af hverju.

Share Button