The Saga (Class) so far

Fordrykkur Eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi flaug ég til Hollands á Saga Class. Mér þótti það hin besta skemmtun og nýtti ég mér það til fullnustu. Í síðasta pistli sagði ég frá Saga Lounge – sem var æði. Svo var kominn tími til að blanda sér saman við illa lyktandi almenna ferðamenn. Ég strunsaði af stað og sá að vélin sem ég átti að fljúga með væri við Gate A. Mig grunaði að það væri eitthvað svona strætódæmi – og það stóð heima. Enginn forgangur á Saga Class farþega í innritun og ekkert fínerí á þeim stað. Er það samt líklega þegar venjuleg hlið eru notuð. Ég kem um borð og er vísað til sætis, jakkinn minn tekinn og hengdur upp í skáp. Mér var boðinn fordrykkur og ég vitanlega þáði koníak – af því það er dýrt. Með því var svo einhvers konar hnetu blanda í litlum kassa sem á stóð VIKUR. Skemmtileg hugmynd… en ég átti von á því að sjá eitthvað kolsvart að éta en ekki Víniðlitríka henetublöndu. Þegar vélin var búinn að fljúga í góða stund kom flugfreyjan og spurði mig hvað ég vildi drekka með matnum. Ég skoðaði vínseðilinn og fann mjög spennandi vín, Langhe Nebbiolo Nemes. Lýsingin var flott og þess vegna valdi ég það. Þetta er mjög bragðmikið vín en afskaplega gott og dulítið sterkt. Ég fann það hvernig Muga rauðvínið úr lounginu og koníakið bæði úr lounginu og fordrykknum voru farin að segja til sín í áhrifum. Mér leið stórkostlega. Þjónusta til fyrirmyndar og mér leið eins og ég væri konungurinn af Íslandi… eða alla vega forseti… já eða alla vega einhver sem var á Saga Class – sem ég og var vitanlega.

20150821_172356Svo kom maturinn. Hægeldaður lambaskanki með kartöflumauki og léttsoðnu rótargrænmeti. Í eftirrétt var hráfæðiskaka. Vínið harmoneraði stórkostlega við matinn og ég var saddur og sæll um stund í háloftunum. Þvílíkur unaður. Ég held svei mér að næst þegar ég flýg til útlanda þá bjóði ég í svona sæti því það er alveg þess virði. Sætin eru góð fyrir menn eins mig mig og fótaplássið myndi nægja Jóhanni heitnum risa.

Við upphaf flugs var mér boðið að fá heyrnartól. Þar sem vélin var af eldri gerðinni þá voru svona takkar í armpúðanum og innstunga fyrir heyrnartól á svipuðum slóðum. Ég tróð í samband og fór að fikta… ekkert. Ekki múkk. Ég spurði flugfreyjuna hvort það ætti ekki eitthvað að vera þarna en þá fór hún að afsaka sig í bak og fyrir því þetta væri auka vél – vélin sem átti að fara í þetta flug bilaði nóttina áður í Ammríku. Helvítis kanar maður. Ég svo sem gerði mér grein fyrir því að um aukavél OCDværi að ræða því ef ég væri illa haldinn af OCD þá hefði ég strækað á að sitja í sæti 1A. Ekki vegna þess að það er 1A heldur það sem blasti við mér ofan við sætið. Listi laus í loftinu og á samskeytum á glæru plasti í lofthorninu var eitthvert stykki skrúfað sem var skakkt í. Óþægilegt að sjá í alla staði fyrir þá sem haldnir eru OCD en þetta skemmdi ekki upplifun mína á Saga Class.

En hvað um það. Hin vélin bilaði og þessi kom í staðinn. Mér var boðið að fá iPad – sem ég þáði – og þar hlýddi ég á íslenska tónlist sem var ný og nýleg. Ég hins vegar saknaði þess að geta ekki hlustað á “The great gig in the sky” eins og ég hef gert undanfarin skipti þegar ég hef verið í flugvél… hlusta á það við lendingu. Ég reyndi að horfa á Friends en var ekki í stuði fyrir það svo ég skipti bara yfir í tónlistina og heillaðist af Amaba dama. Þvílíkt vel gert hjá þeim og það eru ekki vinsælu lögin sem mér þótti best – bara so það sé á hreinu.

Hallur sáttiÞað var hins vegar helsáttur farþegi sem steig út úr flugvélinni á Schiphol flugvelli. Þjónusta til fyrirmyndar og ég gæti alveg vanist því að ferðast svona… en það er dýrt.

En það var aðeins eitt neikvætt við þessa ferð. Farangurinn minn var merktur prioroty luggage af því ég var á Saga Class. Ég veit ekki hvað þeir meina með því en það var orðið afskaplega lítið eftir af fólki við færibandið þegar taskan mín kom til mín. Ég hugsaði með mér að það hljóti að hafa orðið einhver leiðinda mistök. En svo frétti ég af því að Monica, kærastan hans Ásgeirs vinar míns, hafi lent í nákvæmlega því sama fyrr í sumar. Icelandair þarf augljóslega að eiga orð við Swissport sem sér um farangursmál þeirra á Schiphol.

En jæja, skólinn að byrja í fyrramálið og því líklega best að drulla sér í bælið svo maður vakni kannski á skikkanlegum tíma.

Share Button