Flottræfillinn fer af stað

Flottræfillinn fer af stað

14401628849791347392363Þá er komið að því… Íslenskur, síðhærður, miðaldra, hvítur, egósentrískur karlmaður strunsar inn í Leifsstöð, Farmiðinn tilbúinn, búinn að tékka inn og sestur að snæðingi… hvar? Jú í Saga Lounge, hvar annars staðar? Farmiðinn kostaði ekki Saga Class verð samt. Ég keypti í vor miða sem var á venjulegu eymingjafarrýmisverði fagnaði ógurlega við þau tímamót. Svo gerist það um daginn að ég fæ póst frá Icelandair og þeir bjóða mér að bjóða í uppfærslu úr eymingjarými í annað hvort eymingja-þægindarými eða hreinlega bara í farrými hinna göfugu viðskiptajöfra og fjármagnseigenda. Ég hugsaði mig lengi um. En ég ákvað – án vitundar eiginkonu minnar – að slá til og bjóða. Þetta var um miðja nótt og fresturinn að renna út, frúin þurfti að mæta í vinnu morguninn eftir. Ég var ekkert að vekja hana. Ég bauð og fór svo að sofa. Ég vaknaði með samviskubit sem hefði nægt til að naga handlegginn af. En ég lét boðið standa og hálfpartinn vonaði að boði mínu yrði hafnað… 22.900 kall ofan á fyrra fargjald. En jú, freistingin. Ég hugsaði með mér hvort ég ætti þá ekki bara að lifa á lofti dagana á eftir. Svo var ég eiginlega búinn að gleyma þessu þegar mér barst póstu. Gersovel, þú ert að fara á Saga Class til Hollands. Ég hugsaði með mér að nú yrði fyrst allt brjálað. Ég fagnaði  ógurlega – í hljóði – og fór að undirbúa brottför. Hér sit ég í Saga Lounge og bíð eftir símtalinu frá frúnni þar sem hún húðskammar mig fyrir að hafa eytt þessum peningum. Námsmaður á Saga Class… Þabbarasona…  En ég hugsaði með mér að fyrst mér bauðst þetta þá átti ég að nýta það og taka afleiðingunum síðar. Hér er ég búinn að fá mér fína súpu, smárétti, glas af Muga rauðvíni og er að fara í kaffi, koníak og meððí. Svo er aldrei að vita nema maður nái einhverjum bjór fyrir brottför… án þess að borga svo mikið sem túskilding með gati… nema þennan 22.900 kall. Eins gott að reyna að nýta sér það. Svo vonar maður vitanlega að það verði svona tilboð á bakaleiðinni því þá má búast við því að ég þurfi fleiri og stærri töskur. En den tid, den sorg. Nú ætla ég að skella mér í eitthvað meira frítt… eins og Íslendingur í fyrsta sinn í Saga lounge… Meira síðar.

Share Button