Ég var jákvæður í viku.

Ég var jákvæður í viku.

like-button2

Síðustu viku ákvað ég – eftir að hafa prófað í viku áður – að koma af stað átakinu Jákvæð vika á Facebook. Þetta fékk ótrúlega athygli að mínu mati. 165 skráðu sig í átakið sem fólst eingöngu í því að vera jákvæður í viku á Facebook og taka ekki undir nöldrið í kommentakerfum víðsvegar. Mér tókst þetta alla síðustu viku og vikuna þar áður og ég ætla að halda þessu áfram. En það má vissulega gera ráð fyrir að ég missi þolinmæðina stöku sinnum og skjóti smá leiðindum að en vonum hið besta.

Share Button