Risinn úr öskustónni

Jæja kæri lesandi – ef þú nennir að lesa þ.e.a.s.

Nú er ég enn byrjaður aftur að skrifa á netið utan Markaskrárinnar. Ég finn að ég er haldinn fíkn í téða Markaskrá og því er þó gáfulegra að skrifa eitthvað sem maður vill meina að sé af viti í stað þess að skrifa eingöngu ummæli og stöðufærslur um það hvenær maður fór síðast í bað eða gekk örna sinna á hvolfi á fimmtudegi. Ég á eftir að skrifa á ótrúlegustu tímum um einhverja hluti á einhvern hátt. En það bera að líta á færslurnar meira sem kaffispjall en einhvern stóra sannleik. Það má vel vera að ég fari með tóma vitleysu – en það verður þá bara að hafa það.

Share Button

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.