Er bloggið dautt?

Það mætti halda það. Ég skrifaði einhvern tímann fjálglega um það að ég ætlaði nú að minnka stórlega notkun mína á Facebook. Það virkaði í korter. Nú þarf ég að taka mig á hvað það varðar. Ég eyði allt of miklum tíma á Facebook og allt of litlum í að læra og sinna fjölskyldunni. En …read in detail

Hvert örstutt spor

Það hefur mikið verið rætt um breytingu á áfengislögum undanfarin ár. Sitt sýnist hverjum. Frumvarpið og öll umræðan finnst mér hafa einskorðast við eitt atriði sem er að mínu mati atriðið sem ætti ekki einu sinni að vera í frumvarpinu. Umræðan hefur snúist um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Ég er ekki hlynntur því …read in detail

Ég er ekki tabú

Í síðasta pistli mínum ræddi ég atvik í sumar sem hefur legið þungt á mér. Það hefur hjálpað mér mikið undanfarna klukkutíma. Ég hef verið að lesa stöðufærslur á Facebook frá fólki sem hefur verið greint með geðsjúkdóma. Elsku stelpan mín hún Hildur Þóra steig fram og sagði frá þunglyndi sínu og kvíða. Svavar Knútur …read in detail

Að geta ekkert sagt

Oft gerum við mistök og hlaupum á okkur. Stundum er það léttvægt og stundum er það mjög þungbært. Slíkt getur sett allt á annan endann. Stundum ætlum við að vera góða fólkið en endum á því að verða skíthælar. Stundum metum við aðstæður ekki rétt og misskiljum það sem okkur er sagt. Ég lenti í …read in detail

Flottræfillinn fer af stað

Þá er komið að því… Íslenskur, síðhærður, miðaldra, hvítur, egósentrískur karlmaður strunsar inn í Leifsstöð, Farmiðinn tilbúinn, búinn að tékka inn og sestur að snæðingi… hvar? Jú í Saga Lounge, hvar annars staðar? Farmiðinn kostaði ekki Saga Class verð samt. Ég keypti í vor miða sem var á venjulegu eymingjafarrýmisverði fagnaði ógurlega við þau tímamót. …read in detail

Mjóifjörður

Það stefndi í leiðindasumar…

Í upphafi sumars leit út fyrir að ég myndi sitja, bora í nefið og væla yfir atvinnuleysi og almennu aðgerðarleysi eftir að sumarönninni á Bifröst lauk. Ég hafði sótt um akstur hjá rútufyrirtækjum en þau sögðu að ég þyrft að geta byrjað um miðjan maí en ekki 1. júlí eins og útlit var fyrir. Ég …read in detail

Þættinum hefur borist brjef

Mér barst tölvupóstur frá ágætum manni í Benín. Hello Guðmundsson Ég er Mr Norbert H. De Graft, lögmaður til seint Mr Alexander Guðmundsson, (seint viðskiptavinur minn), ríkisborgari landi, sem lést í farartæki slys ásamt fjölskyldu sinni árið 2003. Hann er búsettur í landi mínu þar sem hann tilboð á hráolíu tengjast fyrirtæki, og ég höndla …read in detail