Jólin koma…

Hér er dulítið sem ég bjó til fyrir tíu árum. Þá hafði ég ekki nokkurn grun um að ég ætti eftir að verða hluti af tónlistarlífi Íslands, þó ekki væri það kannski mjög áberandi eða stórvægilegt. En þarna fékk ég lánaðan rafmagnsgítar og hljómborð, var með upptökuhugbúnað sem ég tók „öryggisafrit“ af á netinu. Svo var …read in detail

Það aldin út er sprungið

Þetta er líka til þess fallið að róa taugarnar. Þetta er líka eitt af mínum uppáhaldsjólalögum. Magnað hvað kirkjan þurfti endilega að hirða mest af þessum fallegu lögum hér í denn… En svo má vera að maður hafi ekkert heyrt af hinu af því samfélagið var litað af því valdi sem kirkjan hafði hér einu …read in detail

Hátíðleikinn færist yfir

Nú nálgast jólin hraðar en maður getur tekið til og reddað hlutum. Þá er eins gott að róa sig pínulítið niður með Mótettukór Hallgrímskirkju sem syngur hér eitt af mínum uppáhalds kórverkum úr kristinni trú, „Kom þú vor Immanúel“ sem ég hef sungið margoft með ýmsum kórum og finnst það alltaf jafn hátíðlegt.

Beiðni dætra minna…

Eftir þrjá tíma rúma fer ég í loftið áleiðis heim. Þangað verð ég kominn eftir sex til sjö tíma og ætla að knúsa stelpurnar mínar mikið og lengi sem og Ásdísi, eiginkonu mína, líka.  Ég hef dvalið í Hollandi frá því 21. ágúst og er nú kominn heim og á ekki von á að fara …read in detail

Þórhalls þáttur Sigurðssonar

Laddi hefur verið rosalega iðinn við að koma sér með skemmtefni í fjölmiðla í tengslum við jól og áramót. Hvort það er hann sem sækist eftir því eða hvort aðrir sækja í hann veit ég ekki en Laddi er eiginlega hinn eini sanni jólasveinn. En hér syngur hann „Ég fer alltaf yfir um jólin“.

Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Ruth Reginalds diskóar sig í gegnum þetta ágæta erlenda lag. Margir hafa sungið þetta rangt á ýmsa vegu – viljandi og óviljandi. Við förum ekkert nánar út í það enda stutt í jól og svo á hann Ásgeir Konráðsson stórvinur minn 45 ára afmæli í dag.  Hann verður heima á afmælinu… held ég.