Author: administrator
EPILOGUE
Á sjálfa jólanóttina, – sagan hermir frá, – á strák sínum þeir sátu og störðu ljósin á. Svo tíndust þeir í burtu, – það tók þá frost og snjór. Á þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór. Fyrir löngu á fjöllunum er fennt í þeirra slóð. – En minningarnar breytast í myndir og ljóð.
Kertasníkir
Þrettándi var Kertasníkir, – þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börnin sem brostu, glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín.
Ketkrókur
Ketkrókur, sá tólfti, kunni á ýmsu lag. – Hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá.
Gáttaþefur
Ellefti var Gáttaþefur, – aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann.
Gluggagægir
Tíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná.
Bjúgnakrækir
Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin og hnuplaði þar. Á eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar hangið bjúga, sem engan sveik.